Babynest – the Swedish original
Babynest er hægt að leggja á milli foreldra í rúmi, í barnarúmið, í vögguna eða í barnavagninn. Notkunarmöguleikarnir eru margir.
Babynest er ætlað nýfæddum börnum fram að 4-6 mánaða aldri. Gott er að taka Babynest með upp á fæðingardeild. Leggið þunnt teppi, lak, koddaver eða slíkt sem hægt er að anda í gegnum, ofan í Babynest. Ekki skal nota kodda í Babynest. Þegar Babynest er notað með foreldrum í rúmi, er mælt með að koma Babynest fyrir í höfuðhæð foreldra. Athugið að koddar, þykk teppi og keludýr eiga ekki að vera í rúmi barnsins. Sjáið til þess að barnið liggi á baki eða hlið. Þrengið Babynest passlega með þar til gerðu bandi svo að það styðji við barnið. Bandinu er svo stungið undir dýnuna. Skiljið aldrei barn eitt eftir sem getur skriðið eða rúllað um. Notið Babynest á sléttu yfirborði, í öruggri fjarlægð frá rúmkanti.
Babynest gerir það auðveldara að læra að sofa í eigin rúmi.
Babynest er sænsk vara sem er framleidd í Svíþjóð.
Babynest er framleitt án vatnsfráhrindandi, eldfælinna eða bakteríudrepandi efna.